SSS uppfært
Ný stjórn SSS mun hefja vinna við breytingar á starfsemi sambandsins. Nauðsynlegt þykir að fara í breytingar á skipulagi stjórnar SSS, nefnda þess, fyrirtækja og stofnana til að efla og nútímavæða sambandið, eins og það er orðað í tillögu um þetta efni og samþykkt var á aðalfundi sambandsins um síðustu helgi. Í henni segir að markmiðið með breytingunum sé að stuðla að sjálfbærni svæðisins, hagræði og þjónustu fyrir íbúa þess. Þá er minnt á mikilvægi samvinnu sveitarfélaganna á vettvangi SSS.
VFmynd/elg – Frá nýafstöðnum aðalfundi SSS.