SSS stefnir ríkinu
Vegna afturköllunar einkaleyfis
Í næstu viku verður þingfest stefna Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á hendur íslenska ríkinu vegna afturköllunar einkaleyfis á fólksflutningum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í ársbyrjun 2012 gerðu SSS og Vegagerðin samning sem veitti landshluta– samtökunum einkaleyfi á almenningssamgöngum í landshlutanum og tengingu við höfuðborgarsvæðið, þar með talinn akstur til og frá FLE.
Vegagerðin afturkallaði hins vegar einhliða einkaleyfið á akstrinum milli FLE og höfuðborgarsvæðisins í árslok 2013. SSS telur þá afturköllun ólögmæta og krefst nú skaðabóta. Reynt var til þrautar að leita lausnar á ágreiningnum undanfarna mánuði, en án árangurs. Sambandinu er því nauðugur sá kostur að gæta hagsmuna sinna og svæðisins með því að leita til dómstóla.
Tengdar fréttir:
Almenningssamgöngur á Suðurnesjum
Vegagerðin krafin um hundruð milljóna bætur?
Sérhagsmunir eða almannahagsmunir - hvort viljum við að ráði?