Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

SSS stefnir ríkinu
Föstudagur 14. mars 2014 kl. 10:14

SSS stefnir ríkinu

Vegna afturköllunar einkaleyfis

Í næstu viku verður þingfest stefna Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á hendur íslenska ríkinu vegna afturköllunar einkaleyfis á fólksflutningum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í ársbyrjun 2012 gerðu SSS og Vegagerðin samning sem veitti landshluta– samtökunum einkaleyfi á almenningssamgöngum í landshlutanum og tengingu við höfuðborgarsvæðið, þar með talinn akstur til og frá FLE.

Vegagerðin afturkallaði hins vegar einhliða einkaleyfið á akstrinum milli FLE og höfuðborgarsvæðisins í árslok 2013. SSS telur þá afturköllun ólögmæta og krefst nú skaðabóta. Reynt var til þrautar að leita lausnar á ágreiningnum undanfarna mánuði, en án árangurs. Sambandinu er því nauðugur sá kostur að gæta hagsmuna sinna og svæðisins með því að leita til dómstóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir:

Almenningssamgöngur á Suðurnesjum

Vegagerðin krafin um hundruð milljóna bætur?

Sérhagsmunir eða almannahagsmunir - hvort viljum við að ráði?

„Þetta eru svik við okkur“