Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

SSS og Ríkið gera menningarsamnning
Miðvikudagur 2. maí 2007 kl. 10:59

SSS og Ríkið gera menningarsamnning

Stefnt er að því að undirrita á morgun menningarsamning sveitarfélaga á Suðurnesjum og Ríkisins en unnið hefur verið að samningnum undanfarnar vikur í gegnum SSS.
Samningurinn felur í sér föst fjárframlög frá ríkinu til menningartengdra mála á svæðinu og nemur upphæðin 17 – 24 milljónum árlega til næstu þriggja ára. Stjórn SSS vísaði í gær málinu til allra sveitarstjórna til samþykktar.

Að sögn Steinþórs Jónssonar er samningurinn hugsaður sem viðbót utan þeirra verkefna sem þegar eru í gangi á svæðinu.  Framlögin eru ætluð t.a.m til uppbyggingar í menningartengdri ferðaþjónustu og verkefnum á menningarsviði. Verður skipað sérstakt menningarráð sveitarfélaganna til að halda utan um málin og vinna úr umsóknum. Þrjú ráðuneyti koma að samningnum fyrir hönd ríkisins, fjármála,- samgöngu,- og menntamálaráðuneyti.

Upphaflega mun hafa verið gert ráð fyrir slíkum menningarsamningi fyrir allt kjördæmið en frá því var horfið þar sem stjórn SSS taldi það ekki þjóna hagsmunum Suðurnesja eins vel.

Mynd: Frá Ljósanótt. Nýr menningarsamningur SSS og Ríkis verður eflaust góð viðbót til menningarstarfs á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024