Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

SSS: Fjármagn sem sparaðist við útboð Reykjanesbrautar verði notað til vegaframkvæmda í kjördæminu
Þriðjudagur 22. nóvember 2005 kl. 10:28

SSS: Fjármagn sem sparaðist við útboð Reykjanesbrautar verði notað til vegaframkvæmda í kjördæminu

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 19. nóvember 2005 fagnar árangri í samgöngumálum á Reykjanesi en miklar framkvæmdir eru nú í gangi og margt hefur áunnist.

Aðalfundurinn telur eðlilegt að þeir fjármunir sem spöruðust við útboð 2. áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar verði nýttir til vegaframkvæmda í kjördæminu.

Aðalfundurinn skorar á Alþingi að lokið verði við hönnun og fjármögnun Suðurstandavegar og minnt á þau loforð sem gefin hafa verið en vegurinn er mikilvæg vegtenging innan hins nýja Suðurkjördæmis.

Fundurinn skorar á yfirvöld að lýsa upp stofnvegi á Reykjanesi. Má þar sérstaklega nefna Grindavíkurveg, Sandgerðisveg og Garðveg. Mikil aukning umferðar á þessum vegum kallar á lausn hið fyrsta en aukinn akstur erlendra ferðamanna til vinsælla ferðamannstaða t.d. Bláa Lónsins skapar aukna hættu á dimmum vetrarmánuðum.

Þá leggur aðalfundurinn áherslu á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar og mislæg gatnamót við væntanlegt Hæðahverfi í Reykjanesbæ. Fundurinn fagnar uppbyggingu við flugstöð Leifs Eiríkssonar og fjölgun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli.

Aðalfundurinn skorar á ráðherra, þingmenn og Vegagerðina að kynna sér forgangsröð verkefna í samgöngumálum á Reykjanesi sem kynnt er í áfangaskýrslu Samgöngunefndar SSS og lögð er fram sem sameiginleg niðurstaða sveitarstjórna á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024