Föstudagur 18. febrúar 2011 kl. 13:14
SSS fagnar stórum áfanga í Helguvík
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fagnar þeim stóra áfanga sem náðist í gær með undirritun samnings um kísilver í Helguvík. Stjórnin vonar að þetta verði eitt af mörgum verkefnum til að auka atvinnulíf á Suðurnesjum. Þetta var fært til bókar á stjórnarfundi sem S.S.S. hélt í gær.