Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

SSS: Áhyggjur af fjárhagsvanda lögreglu
Þriðjudagur 18. mars 2008 kl. 11:12

SSS: Áhyggjur af fjárhagsvanda lögreglu

Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur þungar áhyggjur af fjárhagsvanda sem blasir við lögreglunni á Suðurnesjum. Verulega hefur fækkað í lögregluliðinu frá sameiningu embætta á svæðinu segir í bókun sambandsins.

Dómsmálaráðherra telur að markmið með sameiningu lögregluembætta hafi náðst. SSS lýsir hins vegar áhyggjum yfir því að fækkað hafi í lögregluliðinu eftir sameiningu embætta á svæðinu.
Sveitastjórnir á Suðurnesjum hafa undanfarið lýst áhyggjum vegna fjárhagsvanda lögreglunnar og sent frá sér ályktanir í þá veru.

Fréttastofa RUV innti Björn Bjarnasson, dómsmálaráðherra, eftir því í vikunni hvort hann teldi að markmiðin með sameiningunni hefðu náðst. Björn svaraði því játandi. Með sameiningu hafi skapast betri sóknarfæri til að efla löggæslu til framtíðar en ella hefði verið. Unnið sé að því að styrkja og efla löggæslu í landinu í samræmi við áætlun til ársins 2011 og fjárheimildir frá Alþingi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024