Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sr. Sigfús ætlar að vera áfram
Þriðjudagur 16. maí 2006 kl. 10:35

Sr. Sigfús ætlar að vera áfram

Séra Sigfús Baldur Ingvason, ætlar að vera áfram prestur við Keflavíkurkirkju. Þetta tilkynnti hann við lok ræðu við messu á sunnudaginn. Velunnarar og stuðningsfólk sr. Sigfúsar fjölmennti á opið hús sem sr. Sigfús og fjölskylda efndu til í safnaðarheimilinu sama dag.

„Það sem öðru fremur varð til þess að ég tók þá ákvörðun að vera áfram var sá hlýhugur, velvild og stuðningur sem bæjarbúar sýndu og ég hef fundið hvar sem ég hef komið. Ég er afar þakklátur bæjarbúum fyrir og við hjónin vorum afskaplega glöð og ánægð hversu margir komu á sunnudaginn“, sagði sr. Sigfús í samtali við Víkurfréttir.

Mynd: Biskup á tali við óánægð sóknarbörn sem mótmæltu við upphaf prestastefnu á dögunum. Svo virðist sem allt sé fallið í ljúfa löð og sr. Sigfús ætlar að vera áfram.
VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024