Sr. Erla og sr. Eva Björk settar í embætti
-kaffisamsæti í Kirkjulundi að athöfn lokinni
Það var merkur dagur í Keflavíkurkirkju í gær þegar Þórhildur Ólafs, prófastur, setti sr. Erlu Guðmundsdóttur í embætti sóknarprests og sr. Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests í Keflavíkurprestakalli.
Fjöldi gesta var viðstaddur hátíðarguðsþjónustuna en að henni lokinni var gestum boðið að þiggja veitingar í Kirkjulundi, safnaðarheimili kirkjunnar.