Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spyr hvort starfsfólk skólanna fái álagsgreiðslur
Föstudagur 8. september 2023 kl. 06:00

Spyr hvort starfsfólk skólanna fái álagsgreiðslur

Skúli Sigurðsson, fulltrúi grunnskólakennara, lagði fram bókun á síðasta fundi menntaráðs Reykjanesbæjar. Þar er spurt: „Ætlar Reykjanesbær að greiða starfsfólki við þá skóla sem hafa lokað húsnæði álagsgreiðslur? Hefur komið erindi frá skólastjórnendum eða kennurum um slíkt á borð fræðslustjóra eða menntaráðs?“

Þá lagði Anita Engley Guðbergsdóttir, fulltrúi FFGÍR, fram eftirfarandi bókun:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Með hvaða hætti verður börnunum bættur upp sá tími sem vantar upp á kennslu? Verður það með lengri skóladegi eða auknu álagi á heimanám?“

Menntaráð mun fylgja spurningum fulltrúa grunnskólakennara og FFGÍR eftir á næsta fundi.

Á sama fundi gerði Hlynur Jónsson, skólastjóri Myllubakkaskóla, grein fyrir stöðu mála varðandi húsnæðismál skólans. Þá fór Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs, yfir áskoranir í húsnæðismálum skólanna og áhrif þeirra á upphaf skólastarfs.