Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spyr hvort Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sé gagnslaus stofnun?
Mánudagur 8. júní 2009 kl. 20:09

Spyr hvort Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sé gagnslaus stofnun?

Reynir Sveinsson, forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði, spyr að því á samfélagsvefnum 245.is í Sandgerði í dag hvort Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sé vita gagnslaus stofnun og vísar þá til þess að í dag og í gær hefur hin megnasta ólykt borist frá húsnæði við Hafnargötu 4 í Sandgerði. „Það er svo sem ekkert nýtt að ólykt berist þaðan,“ segir Reynir og bætir síðar við:

„Ég hef tekið á móti mörgum gestum sem heimsótt hafa Sandgerði og Fræðasetrið að undanförnu og alltof oft leggur slæma lykt frá starfseminni sem er að Hafnargötu 4, en í dag keyrði þó lyktin um of. Gestir sem hingað hafa komið í dag eiga ekki orð yfir að það að mönnum leyfist að dreifa slíkri skítalykt yfir bæjarfélagið eða er bæjaryfirvöldum alveg sama?

Maður spyr sig hvort Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sé vita gagnslaus stofnun, eða er þessi óþefur  innan skítafýlumarka Heilbrigðiseftirlitsins?“

www.245.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Ljósmynd af vef Sandgerðisbæjar.