Spurning vikunnar: Landhelgisgæslan á að vera á Reykjanesi!
Langflestir vilja fá Landhelgisgæsluna hingað suður á Reykjanes ef marka má niðurstöður úr könnun vikunnar hér á vf.is. Spurt var hvort fólk vildi fá Landhelgisgæsluna hingað suður eftir og var svörunin eftirfarandi:Já 91%
Nei 7%
Veit ekki 2%
Alls tóku 212 manns þátt í könnuninni og eins og sjá má er viljinn mikill fyrir því að fá Landhelgisgæsluna suður með sjó. Komin er ný spurning hér inn á vf.is en að þessu sinni spyrjum við hversu mörg páskaegg fólk fékk.






