Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprotagarður í Helguvík og YAP í Skógarási í Víkurfréttum vikunnar
Þriðjudagur 26. október 2021 kl. 18:19

Sprotagarður í Helguvík og YAP í Skógarási í Víkurfréttum vikunnar

Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við fyrirtæki á Reykjanesi huga nú að undirbúningi græns sprotagarðs (eco-industrial park) í Helguvík. Sprotagarðurinn hefur fengið vinnuheitið Reykjanesklasinn. Fyrirhugað er að Reykjanesklasinn verði ekki rekinn í hagnaðarskyni. Áhugi er á að taka byggingar Norðuráls í Helguvík undir verkefnið. Frá þessu er greint á forsíðu Víkurfrétta í þessari viku.

Framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum eru einnig til umfjöllunar í blaði vikunnar. Þá kynnum við okkur YAP hjá heilsuleikskólanum Skógarási á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Útsendarar Víkurfrétta fóru víða við vinnslu þessa blaðs. Við vorum á frumsýningu á Fyrsta kossinum í Frumleikhúsinu og einnig á óperu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseta Íslands.

Íþróttaumfjöllun er myndarleg að vanda. Þar eru viðtöl við íþróttafólk og greint frá helstu tíðindum.

Fastir liðir eins og aflafréttir eru á sínum stað. Jón Steinar sýnir okkur magnaðan fugl úr myndasafninu og við förum á flugslysaæfingu á Keflavíkurflugvelli.

Rafræn úrgáfa blaðsins er hér að neðan en prentuð 24 síðna útgáfa verður aðgengileg á öllum okkar helstu dreifingarstöðum um hádegi á morgun, miðvikudag.