Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprengt fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar
Mánudagur 28. júlí 2003 kl. 00:30

Sprengt fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar

Það var tilkomumikið að fylgjast með sprengingum við Reykjanesbrautina fyrir helgina þegar hafist var handa við að fjarlægja einn stærsta hraunhólinn úr vegarstæðinu. Fjölmargar holur hafa verið boraðar í hólinn og hluti hans var sprengdur á föstudaginn. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að spengja hólinn eftir verslunarmannahelgi og þá þarf að grípa til þess að loka Reykjanesbrautinni í nokkar mínútur á meðan sprengt er. Bergið á þessum slóðum er þannig að það brotnar upp í nokkurs konar stuðlabergssúlur. Allt hart efni sem fellur til í jarðvinnunni er notað sem undirlag í tvöföldun brautarinnar. Þannig er Kúagerði orðið að nokkurs konar námum en efnið þaðan er notað í undirlag. Tvöföldunin gengur vel en verktakarnir sem vinna að framkvæmdinni eiga ekki langt eftir með að hafa grafið upp alla leiðina sem verður tvöfölduð í þessum áfanga.

VF-myndir: Skarphéðinn Jónsson ([email protected])
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024