Sprengjutilræði skammt frá Íslendingahóteli í Tyrklandi
Sprengjutilræði var framið um 250 metra frá einu vinsælasta Íslendingahótelinu í Marmaris í Tyrklandi rétt í þessu. Lítil rúta var sprengd í loft upp. Töluvert er af Íslendingum á svæðinu.
Atli Már Gylfason úr Reykjanesbæ, sem er ferðamaður á svæðinu, sagði að mikil ringulreið væri á staðnum. Björgunar- og lögreglulið væri að streyma á svæðið. Nánari fréttir er ekki að hafa af vettvangi.
Atli Már Gylfason úr Reykjanesbæ, sem er ferðamaður á svæðinu, sagði að mikil ringulreið væri á staðnum. Björgunar- og lögreglulið væri að streyma á svæðið. Nánari fréttir er ekki að hafa af vettvangi.