Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprengjuóðir krakkar gera allt vitlaust
Miðvikudagur 9. janúar 2008 kl. 09:27

Sprengjuóðir krakkar gera allt vitlaust

Sprengiglaðir unglingar í Grindavík hafa gert íbúum lífið leitt með tendrun flugelda og heimatilbúna sprengja við samkomuhúsið Festi undanfarið. Hafa fjölmörg símtöl borist lögreglu frá langþreyttum íbúum vegna látanna.

Meðal annars úr dagbók lögreglu má nefna að ekið var á bifreið á Hafnargötu til móts við Flughótel um kl. 16 í gær. Tjónvaldur yfirgaf vettvang, en ef einhver varð vitni að þessu umferðaróhappi er hann/hún beðinn að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.

Fimm bifreiðar voru boðaðar í skoðun af lögreglu í kvöld og nótt, þar sem eigandi/umráðamaður hafði ekki fært hana til aðalskoðunar.

Loks var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurvegi í nótt. Hann mældist á 125 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024