Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprengjumaðurinn uppgvötaðist á facebook - ógnaði lögreglu með hníf
Mánudagur 27. febrúar 2012 kl. 11:06

Sprengjumaðurinn uppgvötaðist á facebook - ógnaði lögreglu með hníf



Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra fóru inn á heimili í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna grunsemda um að maður væri þar með ólögleg skotvopn og jafnvel með heimagerða sprengju en þær grunsemdir kviknuðu eftir undarlegt hátterni mannsins á facebook síðu sinni.

Við húsleitina fannst heimatilbúin sprengja, ætlað efni til sprengjugerðar, hlaðin skammbyssa og nokkurt magn eggvopna. Maðurinn sem er um þrítugt hefur komið við sögu lögreglu áður var handtekinn í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um miðnætti í gær. Á facebook síðu mannsins mátti sjá myndir af honum þar sem hann mundaði riffla og haglabyssu og einnig sást þar sem maðurinn hafði spregnt upp fiskikar með heimatilbúinni sprengju.

Þegar lögregla réðst til atlögu inn á heimili mannsins þá var maðurinn vopnaður hníf sem hann otaði að lögreglu. Hann var yfirbugaður strax og engin meiriháttar átök áttu sér stað. Lögregla hyggst í dag komast að því hvað manninum gekk til með sprengjugerð sinni en hann hafði búið til svokallaðar rörasprengjum með kveikiþræði. Ekki er vitað til þess að málið tengist fíkniefnum en maðurinn virtist ekki undir áhrifum þegar handtaka fór fram. Skammbyssa sem fannst á heimili mannsins var svokölluð kindabyssa, 22. kalibera en hún var hlaðin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024