Sprengjuleit án árangurs í Leifsstöð
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur lokið störfum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sveitin var boðuð þangað í morgun vegna sprengjuhótunar sem hafði borist. Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segist ekki vilja upplýsa með hvaða hætti hótunin hafi borist. Hún þótti óljós að sögn Óskars.„Það var aldrei nein hætta á ferðum. Það fer ákveðið ferli í gang þegar hótanir berast“. Sprengjusveitin var kölluð til og meðal annars var notast við hund við leitina. Leitin var árangurslaus.
Gagnrýni kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar á að starfsfólk í flugstöðinni hafi ekki verið látið vita um hvað væri í gangi. Óskar sagði að lögreglan hafi ekki sett neinn starfsmann flugstöðvarinnar í hættu. Stórum vinnustöðum í flugstöðinni hafi verið gert grein fyrir ástandinu en Óskar tekur fram að aldrei hafi verið hætta á ferðum.
Myndin: Bíll sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar við Leifsstöð nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Gagnrýni kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar á að starfsfólk í flugstöðinni hafi ekki verið látið vita um hvað væri í gangi. Óskar sagði að lögreglan hafi ekki sett neinn starfsmann flugstöðvarinnar í hættu. Stórum vinnustöðum í flugstöðinni hafi verið gert grein fyrir ástandinu en Óskar tekur fram að aldrei hafi verið hætta á ferðum.
Myndin: Bíll sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar við Leifsstöð nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson