Sprengjuhótun kom frá börnum í Vestmannaeyjum
Sprengjuhótum, sem barst lögreglunni á Keflavíkurflugvelli símleiðis eftir hádegi í gær, var rakin til barna í Vestmannaeyjum. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, sagði við fréttastofu Stöðvar 2 að að hótað hefði verið að sprengja væri í næstu vél sem lenti á flugvellinum. Töluverður viðbúnaður var settur í gang en í millitíðinni var hægt að rekja símtalið í heimahús í Vestmannaeyjum. Lögreglu í Vestmannaeyjum var gert viðvart og fór hún á staðinn. Í ljós kom að þrjú börn, níu, tíu og þrettán ára, stóðu að hótuninni. Jóhann sagði að lögreglan hefði talað við börnin og foreldra þeirra með ,,tveimur hrútshornum" enda slíkar hótanir grafalvarlegt mál, segir í frétt á Vísi.is í kvöld.