Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprengjuhótun í Leifsstöð
Sunnudagur 27. júlí 2003 kl. 11:29

Sprengjuhótun í Leifsstöð

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar leitar nú að sprengju í Leifsstöð. Hundur hefur m.a. verið notaður við leitina. Fáir farþegar eru í flugstöðinni og hefur fólk verið beðið að hafa augun hjá sér ef það sér grunsamlega pakka eða töskur. Litlar upplýsingar er að hafa hjá lögreglunni um málið.Í hádegisfréttum Bylgjunnar var viðtal við Huldu Lárusdóttur sem starfar í verslun í Leifsstöð. Hún sagði að fólk hafi ekki verið formlega látið vita að sprengjuhótun hafi borist, heldur hefur þetta verið að spyrjast manna á meðal í stöðinni. Hún sagði starfsfólk í flugstöðinni vera óánægt með upplýsingaskort um málið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024