Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprengjuhótari handtekinn í flugstöðinni
Föstudagur 3. mars 2023 kl. 10:53

Sprengjuhótari handtekinn í flugstöðinni

Karlmaður sem grunaður er um að hafa staðið að sprengjuhótun í stofnunum Reykjanesbæjar á föstudag í síðustu viku var handtekinn í gær. Maðurinn var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins.

Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfesti í samtali við visir.is í gær að maðurinn væri af erlendu bergi brotinn en hafi verið búsettur hér á landi um tíma. Maðurinn mun vera með nokkuð langan sakaferil að baki.

Sprengjuhótunin var send með tölvupósti til ráðhúss Reykjanesbæjar og á nokkrar stofnanir bæjarins, eins og leikskóla. Ráðhúsið var rýmt vegna þessa og leitarhundur var fenginn til að leita að hugsanlegum sprengjum þar. Tæknideild lögreglu var fljót að rekja tölvupóstsendinguna til mannsins, sem svo var handtekinn í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024