Sprengjuæfing með öryggisvörðum og lögreglu á Keflavíkurflugvelli
Nýlega héldu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengjuæfingu með öryggisvörðum og lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Slíkar æfingar eru haldnar með reglulegu millibili fyrir starfsfólk á flugvellinum og eru nauðsynlegur liður í þjálfun öryggisstarfsmanna og lögreglu til að bregðast við hugsanlegum hryðjuverkum. Meðfylgjandi mynd tók Gunnar J. Ó. Flóvenz öryggisfulltrúi flugfélagsins Bluebird Cargo tók af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar á meðan á æfingunni stóð. Fleiri myndir á vef Landhelgisgæslunnar, www.lhg.is