Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprengingar í nýrri 2500 metra borholu undir Gunnuhver
Þriðjudagur 21. júní 2011 kl. 17:34

Sprengingar í nýrri 2500 metra borholu undir Gunnuhver

Ný 2500 metra löng borhola hefur verið boruð undir Gunnuhver á Reykjanesi. Það var borinn Óðinn, sem er í eigu Jarðborana, sem boraði holuna fyrir HS Orku hf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Að sögn Alberts Albertssonar hjá HS Orku hf. hefst nú 2-3 mánaða tilraunaferli í holunni til að sjá hverju hún afkastar. Meðal annars var framkvæmd sprenging í holunni til að örva hana og aftur verður sprengt í borholunni í ágúst nk. Þá verður holan kæld og hituð, allt eftir kúnstarinnar reglum.


Það sem er sérstakt við þessa holu er að hún hallar talsvert en stefna hennar er undir Gunnuhver og þaðan að Skálafellsgíg.


Kjarnar voru teknir úr holunni til rannsóknar í hinu svokallaða djúpborunarverkefni en kostnaður við þá rannsókn er greiddur af alþjóðlega vísindasamfélaginu.


Önnur borhola, sem kallast 17B, var boruð frá sama borteig og fór sú hola undir Reykjanesvita og áleiðis út undir sjó. Komið var fyrir vísindatækjum djúpt í þeirri holu. Þeim tækjum er meðal annars ætlað að grípa vökva í grjót til frekari rannsóknar síðar. Þessi rannsókn er jafnframt kostuð af alþjóðlega vísindasamfélaginu.


Myndin:
Jarðborinn Óðinn á borteig í næsta nágrenni við Gunnuhver. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson