Sprenging í grilli: Mikill eldur blossaði upp
Rétt fyrir kl. sjö í gærkvöldi kom upp eldur í gasgrilli við Heiðarbrún í Reykjanesbæ. Heimilisfólkið hafði verið að grilla og verið innan dyra er sprenging var í grillinu og mikill eldur blossaði upp. Eldurinn læsti sig í gardínum í húsinu og skemmdi gólefni og svalarhurð. Íbúi í húsinu brendist lítillega er hann reyndi að slökkva í grillinu. Slökkviliðið frá Brunavörnum Suðurnesja kom á staðinn og reykræsti húsið, segir á vef lögreglunnar.