Sprengdu rúðu í skóla í Keflavík
Tilkynnt var til lögreglunnar í Keflavík, skömmu eftir miðnættið í nótt, að þrír 15 ára piltar væru að líma kínverjasprengjur á rúðu í Holtaskóla í Keflavík. Piltarnir sprengdu kínverjana og rúðan brotnaði. Lögreglan náði til piltanna og viðurkenndu þeir verknaðinn. Haft var samband við foreldra piltanna sem komu á lögreglustöðina og sóttu þá. Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu.