Sprengdu hrefnutarf í loft upp!
Áhöfn björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein tókst á hendur all sérstakt verkefni nú í kvöld. Hræ af hrefnutarfi hefur verið til ama í fjöru við Sandgerði og var nýlega dregið til hafs. Þar með héldu menn að þeir hefðu losnað við dýrið. Það fór hins vegar ekki langt, því í gærkvöldi var hvalurinn kominn upp í fjöru við Garðskagavita. Nú voru góð ráð dýr, og þeirri spurningu velt upp hvernig best væri að losna við dýrið. Sigurður Jónsson sveitarstjóri í Garði og Sigurður Valur Ásbjarnarson, starfsbróðir hans í Sandgerði, áttu meðal annars óformlegan fund um málið.Kallaður var til sprengjusérfræðingur og var komið fyrir sex kílóa dínamíthleðslu í hræinu. Það var síðan dregið á haf út þar sem það var sprengt í loft upp á tilkomumikinn hátt. Rigndi kjötbitum á stóru svæði og héldu menn að nú væru þeir lausir við hvalinn. Þegar öldurnar lægði eftir sprenginguna kom hins vegar í ljós stærsta útflatta sjávardýr sem nokkur maður Suður með sjó hefur augum litið.
Böndum var því komið á hræið að nýju en þá fór ekki betur en svo að björgunarbátur fékk tógið í skrúfuna. Menn urðu því að fara í sjóinn til að skera úr skrúfunni, með illa lyktandi hvalhræið sér við hlið. Björgunarsveitarmaður sem fór í sjóinn til að skera á tógið sagði hvalinn ekki bragðast vel. Hræið af hrefnunni var að lokum dregið djúpt út fyrir Sandgerði og vonast menn ekki til að sjá það framar.
Fugl á svæðinu var björgunarveitarmönnum þakklátur fyrir sprenginguna, því mikið æti dreifðist yfir stórt svæði.
Skoða hvalinn fyrir og eftir sprengingu - smellið hér!
Böndum var því komið á hræið að nýju en þá fór ekki betur en svo að björgunarbátur fékk tógið í skrúfuna. Menn urðu því að fara í sjóinn til að skera úr skrúfunni, með illa lyktandi hvalhræið sér við hlið. Björgunarsveitarmaður sem fór í sjóinn til að skera á tógið sagði hvalinn ekki bragðast vel. Hræið af hrefnunni var að lokum dregið djúpt út fyrir Sandgerði og vonast menn ekki til að sjá það framar.
Fugl á svæðinu var björgunarveitarmönnum þakklátur fyrir sprenginguna, því mikið æti dreifðist yfir stórt svæði.
Skoða hvalinn fyrir og eftir sprengingu - smellið hér!