Sprautunálar við hafnarvigtina
Vegfarandi kom á lögreglustöðina á Hringbraut í Reykjanesbæ í vikunni og kvaðst hafa sér sprautunálar við hafnarvigtina í Keflavík. Lögregla fór á staðinn of fann þar fimm sprautunálar sem allar höfðu verið notaðar. Þess eru dæmi að sprautunálar finnist á víðavangi og beinir lögregla þeim tilmælum til fólks að láta tafarlaust vita ef það rekst á slíka hluti, því þeir geta reynst hættulegir lendi þeir í höndum barna.