Sprautuðu málningu á bíla
Málning sprautaðist fyrir slysni á þrjár bifreiðar er verið var að málningarsprauta þak á húsi við Heiðarholt í Keflavík í gærkvöldi. Var lögregla kölluð á staðinn og tók tjónaskýrslu. Málið mun nú fara í hefðbundinn farveg til að bíleigendum verði bættur skaðinn.
Á tíunda tímanum í gær var tilkynnt að ekið hafi verið á kyrrstæða bifreið á Marargötu í Vogum og tjónvaldur farið af vettvangi án þess að láta vita. Ekki er vitað hver þarna var að verki, en þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru hvattir til að láta lögreglu vita.
Á tíunda tímanum í gær var tilkynnt að ekið hafi verið á kyrrstæða bifreið á Marargötu í Vogum og tjónvaldur farið af vettvangi án þess að láta vita. Ekki er vitað hver þarna var að verki, en þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru hvattir til að láta lögreglu vita.