Sporthúsið og Crossfit Suðurnes setja allt í botn á síðasta degi heimsleikana í Crossfit
– opið hús og allir velkomnir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Crossfit kona hjá Crossfit Suðurnes er í efsta sæti á heimsleikunum í Crossfit í Kaliforníu í Bandaríkjunum og stefnir ótrauð á heimsmeistaratitilinn í Crossfit ef allt gengur eftir á síðasta degi heimsleikana sem er hreint magnaður áragnur.
Ari Elíasson eigandi hjá Sporthúsinu sagði í samtali við vf.is að spennan væri orðin gífurleg fyrir lokadegi heimsleikana.
“Við ætlum að opna Sporthúsið og sýna beint frá lokadegi keppninar á heimavelli Ragnheiðar Söru í Crossfit Suðurnes.
Þetta er hreint magnaður árangur hjá stelpunni og verið hrein unun að fylgjast með henni og mikil spenna”
Sporthúsið og Crossfit Suðurnes hvetja alla áhugasama um að mæta og fylgjast með Söru og búa til magnaða stemningu á þessum síðasta keppnisdegi heimsleikana í Crossfit og hvetja okkar konu til sigurs en áætlað er að Sara hefji keppni um kl.18:45 á íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast betur með framvindu mála á facebook síðu Sporthússins og Crossfit Suðurnes.