Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sporthúsið á Ásbrú hefur aftur starfsemi og býður öllum í heita sturtu
Ari og Eva í Sporthúsinu í Reykjanesbæ.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 11. febrúar 2024 kl. 13:40

Sporthúsið á Ásbrú hefur aftur starfsemi og býður öllum í heita sturtu

Sporthúsið á Ásbrú hefur tekist að tengja saman mismunandi aflgjafa sem gerir því mögulegt að hefja aftur starfsemi þó svo heita vatnið sé ekki komið aftur á. Sporthúsið opnaði aftur í dag, sunnudag. „Þetta er ánægjulegt og við bjóðum öllum Suðurnesjamönnum að koma og fara í heita sturtu á meðan það er ekki heitt vatn á svæðinu,“ segir Ari Elíasson, eigandi Sporthússins á Ásbrú.

„Við reynum að vera lausnarmiðuð. Sporthúsið er vel staðsett upp á að geta gert þetta fengum við að heyra hjá HS Veitum en verkefnið hefur verið unnið náið í samstarfi við HS Veitur, aðgerðastjórn Lögreglunar á Suðurnesjum og Reykjanesbæ. Við viljum ítreka sérstaklega að notkunin mun ekki bitna með nokkrum hætti á öðrum íbúum bæjarins. Að auki erum við með rúmlega 150 kw sem framleidd eru með olíu,“ segir Ari og aðspurður sagði hann að full starfsemi í húsinu sé hafin, með minniháttar undantekningum.

Hér má sjá tilkynningu Sporthússins á Ásbrú:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kæru viðskiptavinir og íbúar Suðurnesja!

Það er okkur sönn ánægja að geta boðið ykkur velkomin í Sporthúsið Reykjanesbæ, hvort sem er til æfinga eða til þess eins að skreppa í sturtu.

Með samstilltu átaki hefur okkur tekist að tengja hjá okkur nokkra mismunandi aflgjafa, sem gera okkur mögulegt að hita hjá okkur húsið, keyra nokkrar sturtur og opna hjá okkur starfsemina.

Verkefnið hefur verið unnið náið í samstarfi við HS Veitur, aðgerðastjórn Lögreglunar á Suðurnesjum og Reykjanesbæ.

Búið er að álagsmæla húsið hjá okkur í fullum afköstum og erum við enn talsvert innan þeirra marka sem HS Veitur hafa gefið okkur upp að veitukerfið á okkar svæði þoli.

Við viljum ítreka sérstaklega að notkunin mun ekki bitna með nokkrum hætti á öðrum íbúum bæjarins. Að auki erum við með rúmlega 150 kw sem framleidd eru með olíu.

Allir íbúar Suðurnesja eru velkomnir til okkar í sturtu endurgjaldslaust.

Það á eftir að koma betur í ljós hversu mörgum við getum þjónað í einu, en ef ásóknin verður meiri en við ráðum við, þá munum við reyna að auka afkastagetuna eða setja upp einhverskonar skráningu.

Við erum stolt að geta veitt íbúum Suðurnesja þessa þjónustu, sjáumst í Sporthúsinu.

Við viljum sérstaklega þakka eftirfarandi aðilum, sem gert hafa þetta mögulegt:

HS Veitur hf

Lögreglan á Suðurnesjum

Reykjanesbær

Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf

Freri ehf

Raf-Sparri ehf

Armar Lyftuleiga ehf

Johan Rönning ehf

 

Kær kveðja,

Starfsfólk Sporthússins