Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

SpKef og VÍS í samstarf
Föstudagur 13. maí 2005 kl. 16:56

SpKef og VÍS í samstarf

Sparisjóðurinn í Keflavík og VÍS hafa gert með sér samkomulag um víðtækt samstarf á Suðurnesjum. Samningurinn felur í sér að SPKEF tekur að sér kynningu og sölu á stórum hluta af vöruframboði VÍS. Við þessa breytingu geta viðskiptavinir SPKEF gengið frá öllum sínum fjármálum og tryggingum á einum stað.

Undirbúningur stendur nú yfir og áætlað er að sala trygginga VÍS í SPKEF muni hefjast um næstu mánaðamót. „Samstarf SPKEF og VÍS hefur ávallt verið gott á Suðurnesjum og er það mikið fagnaðarefni fyrir okkur að geta boðið viðskiptavinum okkur skaðatryggingar.“ sagði Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, við undirritun samningsins.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum kemur fram að SPKEF hafi í gegnum tíðina boðið persónutryggingar og fjármögnunarleigu í samvinnu við dótturfyrirtæki sín auk þess að reka eigin viðskiptastofu. „Við stöndum því vel undir því að bjóða viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu.“ sagði Geirmundur að endingu.

Mynd: Á myndinni eru Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri SPKEF og Jón Þór Gunnarsson frá VÍS að staðfesta samninginn með undirskrift og handabandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024