Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spkef og Bókasafnið fjölskylduvænst í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 1. september 2005 kl. 21:30

Spkef og Bókasafnið fjölskylduvænst í Reykjanesbæ

Sparisjóðurinn í Keflavík og Bókasafn Reykjanesbæjar hlutu í dag viðurkenningu fyrir að vera fjölskylduvænsta fyrirtæki og stofnun í Reykjanesbæ.

Þetta er í annað sinn sem Reykjanesbær stendur fyrir þessu vali og eru það starfsmenn sjálfir sem benda félagsþjónustunni í Reykjanesbæ á kosti síns vinnustaða. Er svo nefnd sem fer yfir ábendingar og sker úr um hver hreppir hnossið.

Sparisjóðurinn er fjölskylduvænsta fyrirtæki bæjarins. Í greinargerð sem gefin var út segir m.a. að Sparisjóðurinn hafi haft að leiðarljósi að taka tillit til þess starfsfólks sem þarf að sinna fjölskyldustörfum og hliðrar til svo starfsfólki gefist kostur á að sinna fjölskyldum sínum.

Sá góði starsandi sem ríkir meðal starfsfólks á vinnustað er meðal annars að þakka þeim stjórnunarþáttum að yfirmenn vinni með sínum starfsfólki og að aðgengi að yfirmönnum er gott ti að skapa hlýlegt og viðmótsþýtt umhverfi.

Sparisjóðurinn hefur fjölda úrræða til að auðvelda starfsfólki sínu að eiga meiri tíma með fjölskyldunni. M.a. hefur fyrirkomulagi sumarfría verið breytt til móts við lengingu skólaársins, starfsmenn eiga kost á að taka yfirvinnu út í fríum, þeir fá full laun í fæðingarorlofi og veita fullan stuðning ef alvarleg veikindi koma upp innan fjölskyldu starfsfólks.

Bókasafnið í Reykjanesbæ fær viðurkenningu sem fjölskylduvænsta stofnun Reykjanesbæjar. Bókasafnið starfar samkvæmt fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar, en í því felst m.a. að stuðla að mannúðlegu og fjölskylduvænu samfélagi þar sem áhersla er lögð á fjölskylduna sem hornstein samfélagsins.

Framkvæmd stefnunnar á Bókasafninu sést m.a. í því að starfsfólki er gert kleift að samræma fjölskylduábyrgð og starf með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annari hagræðingu á vinnutíma eins og kostur er. Farið er eftir óskum starfsfólks um sumarfrí með tilliti til sumarleyfa maka eða barna auk þess sem starfsfólk getur tekið fullan þátt í mikilvægum viðburðum með börnum sínum í skóla menningu og íþróttum svo fátt eitt sé nefnt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024