Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Spkef hagnast um 363 milljónir
Mánudagur 9. ágúst 2004 kl. 17:16

Spkef hagnast um 363 milljónir

Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 363 milljónum króna eftir skatta.

Til samanburðar var hagnaðurinn á sama tíma á síðasta ári 520  milljónir eftir skatta, en engu að síður segir í fréttatilkynningu að hagnaðurinn sé nokkuð umfram áætlanir. Hagnaðinn má fyrst og fremst rekja til gengishagnaðar af annarri fjármálastarfssemi.

Fyrir skatta nam hagnaðurinn 443 milljónum króna, en á sama tíma í fyrra var upphæðin 633 milljónir.

Hreinar vaxtatekjur Sparisjóðsins jukust úr 344 milljónum á síðasta ári upp í 411 milljónir í ár. Vaxtagjöld voru tæpar 576 milljónir og heildarvaxtatekjur voru 987 milljónir.

Aðrar rekstrartekjur minnkuðu um 256,5 milljónir og voru í heildina 582,8 milljónir fyrstu sex mánuði ársins.

Heildarinnlán í Sparisjóðnum ásamt lántöku námu í lok júní 15.975 m.kr. og er aukningin því 2,46% á tímabilinu

Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskuldabréfum námu 16.787 m.kr. í lok júní 2004 og höfðu aukist um 336,4 m.kr. eða um 2%.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024