SpKef efnir til hvatningarverðlauna
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ákveðið að veita sérstök hvatningarverðlaun við upphaf Ljósanætur hinn 1. september næstkomandi. Verðlaunin, sem nema einni milljón króna, munu renna til fyrirtækis eða einstaklings sem þótt hefur skara fram úr við uppbyggingu og atvinnusköpun á Suðurnesjum. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem haldinn var í húsakynnum SpKef í dag.
Verðlaunin eru, eins og nafnið gefur til kynna, hugsuð sem hvatning til íbúa á Suðurnesjum. Hugmyndin að því að efna til verðlaunanna kviknaði innan SpKef þegar tilkynnt var um uppsagnir hundruða starfsmanna varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fyrr á þessu ári. Forsvarsmenn Sparisjóðsins telja að þrátt fyrir að breytingin feli í sér ógn fyrir atvinnulífið á svæðinu séu þar jafnframt sóknarfæri. Verðlaununum er ætlað að örva og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til þess að sækja fram og byggja upp nýja atvinnumöguleika á Suðurnesjum.
Þriggja manna dómnefnd, sem skipuð er valinkunnum einstaklingum af Suðurnesjum, mun ákvarða hver hlýtur verðlaunin. Dómnefndarmenn eru ótengdir SpKef og verða nöfn þeirra birt um leið og verðlaunin verða afhent. Ábendingar um fyrirtæki og einstaklinga sem taldir eru verðskulda verðlaunin eru vel þegnar og er áhugasömum bent á að senda uppástungur í tölvupósti á netfangið: [email protected] og gjarnan að láta rökstuðning fylgja með.
„Suðurnesjamenn hafa tekið uppsögnum starfsmanna Varnarliðsins af aðdáunarverðu æðruleysi og litið á þær sem tækifæri til uppbyggingar og nýsköpunar fremur en áfall fyrir atvinnulíf á svæðinu. Hvatningarverðlaun SpKef eru meðal annars veitt til að styrkja þennan anda,“ sagði Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, á blaðamannafundinum.
Hann bætti því við að að Spkef hafi alla tíð lagt áherslu á að axla samfélagslega ábyrgð og verja fjármunum í að styrkja félagslegar og menningarlegar stoðir samfélagsins. Sem dæmi um það megi nefna að sjóðurinn veitti 30 milljónum króna í þennan málaflokk í fyrra. Það er mat forvígismanna SpKef að eitt brýnasta verkefnið nú sé að styrkja framrás og uppbyggingu í atvinnumálunum. SpKef er með afgreiðslu í öllum byggðarkjörnum Suðurnesja og hefur um 60% markaðshlutdeild í bankaviðskiptum á svæðinu ef miðað er við innlán.
VF-mynd/Þorgils
Verðlaunin eru, eins og nafnið gefur til kynna, hugsuð sem hvatning til íbúa á Suðurnesjum. Hugmyndin að því að efna til verðlaunanna kviknaði innan SpKef þegar tilkynnt var um uppsagnir hundruða starfsmanna varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fyrr á þessu ári. Forsvarsmenn Sparisjóðsins telja að þrátt fyrir að breytingin feli í sér ógn fyrir atvinnulífið á svæðinu séu þar jafnframt sóknarfæri. Verðlaununum er ætlað að örva og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til þess að sækja fram og byggja upp nýja atvinnumöguleika á Suðurnesjum.
Þriggja manna dómnefnd, sem skipuð er valinkunnum einstaklingum af Suðurnesjum, mun ákvarða hver hlýtur verðlaunin. Dómnefndarmenn eru ótengdir SpKef og verða nöfn þeirra birt um leið og verðlaunin verða afhent. Ábendingar um fyrirtæki og einstaklinga sem taldir eru verðskulda verðlaunin eru vel þegnar og er áhugasömum bent á að senda uppástungur í tölvupósti á netfangið: [email protected] og gjarnan að láta rökstuðning fylgja með.
„Suðurnesjamenn hafa tekið uppsögnum starfsmanna Varnarliðsins af aðdáunarverðu æðruleysi og litið á þær sem tækifæri til uppbyggingar og nýsköpunar fremur en áfall fyrir atvinnulíf á svæðinu. Hvatningarverðlaun SpKef eru meðal annars veitt til að styrkja þennan anda,“ sagði Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, á blaðamannafundinum.
Hann bætti því við að að Spkef hafi alla tíð lagt áherslu á að axla samfélagslega ábyrgð og verja fjármunum í að styrkja félagslegar og menningarlegar stoðir samfélagsins. Sem dæmi um það megi nefna að sjóðurinn veitti 30 milljónum króna í þennan málaflokk í fyrra. Það er mat forvígismanna SpKef að eitt brýnasta verkefnið nú sé að styrkja framrás og uppbyggingu í atvinnumálunum. SpKef er með afgreiðslu í öllum byggðarkjörnum Suðurnesja og hefur um 60% markaðshlutdeild í bankaviðskiptum á svæðinu ef miðað er við innlán.
VF-mynd/Þorgils