Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spjaldtölvuvæðing í skólum Reykjanesbæjar
Nemendur á unglingastigi í Heiðarskóla eru komin lengst í notkun á spjaldtölvum og nokkrir nemendur hafa í vetur notast við Ipad í náminu.
Þriðjudagur 2. apríl 2013 kl. 09:22

Spjaldtölvuvæðing í skólum Reykjanesbæjar

Frá næstu áramótum verða allir nemendur í 8.-10. bekk komnir með Ipad.

Fyrirhugað er að innleiða notkun Ipad spjaldtölva í 8.-10. bekki í öllum skólum Reykjanesbæjar á næsta ári. Miklar vonir eru bundnar við þessa innleiðingu. Ekki er vitað til þess að spjaldtölvuvæðing sé komin svo langt í öðrum skólum hérlendis.

Fræðslustjóri kynnti spjaldtölvuvæðingu á unglingastigi í grunnskólum Reykjanesbæjar á fundi fræðsluráðs 21. mars sl. Í ár frá átta kennarar á unglingastigi í hverjum skóla bæjarins Ipad spjaldtölvu. Í vor munu fyrstu nemendurnir fá Ipad en það eru 44 krakkar í Heiðarskóla en þar er þróunin komin lengst í spjaldtölvuvæðingunni. Nemendur í öðrum skólum fylgja í kjölfarið um áramót. Stefnt er að því að innleiðiningin taki þrjú ár.
Fræðsluráð lýsti yfir ánægju með framtakið en gert er ráð fyrir því að þetta átak muni skila sér m.a. í meiri námsárangri nemenda. Þróunin hefur sýnt það þar sem spjaldtölvur hafa verið notaðar í skólum erlendis.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024