Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 12. október 2000 kl. 11:21

Spinning maraþon í Perlunni

Spinning maraþon verður haldið í líkamsræktarstöðinni Perlunni, við Hafnargötu í Keflavík, nk. laugardag, 14. október, frá kl. 8 til 20. Öllum er velkomið að kíkja í heimsókn og taka þátt í maraþoninu, prófa tækjasalinn og mæta í líkamsræktartíma. Aðgangur er ókeypis. Fólki er þó bent á að skrá sig í tímana fyrirfram, því búast má við mikilli aðsókn þennan dag. Þekktir einstaklingar ætla að taka þátt í spinning tímanum og lofa að taka vel á því en allur ágóði af maraþoninu rennur til Dagdvalar aldraðra, Suðurgötu 12-14, Keflavík. Inga Lóa Guðmundsdóttir, forstöðumaður dagdvalarinnar, sagðist vera mjög glöð með þessa gjöf fyrir hönd stofnunarinnar, en Fjölskyldu- og félagsmálaþjónustan rekur dagdvölina. Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir aldraða sem búa í heimahúsum. Fólkið dvelur þar saman á daginn og fær aðstoð við böðun, fullt fæði, léttar líkamsæfingar, keyrslu til og frá heimili o.fl. Inga Lóa sagði að ekki væri búið að ákveða í hvað peningarnir yrðu notaðir, en þeir kæmu sér örugglega vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024