Spilling af verstu tegund
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins er ómyrkur í máli í gagnrýni sinni á Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vegna ráðningar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum.
„Þetta er eitt mesta, vitlausasta og brjálæðislegasta rugl í sambandi við embættismannaráðningar sem maður hefur séð,“ segir Grétar Mar í samtali við dv.is í morgun.
„Þetta er spilling af verstu tegund og Björn Bjarnason ætti auðvitað bara að skammast sín fyrir svona vinnubrögð á þessum tímum þar sem búið er að flæma Jóhann R. í burtu. Menn eru óforskammaðir í þessu…hún er í vinnu nú þegar sem aðstoðarríkislögreglustjóri, hún er í Sjálfstæðisflokknum og er ein af þessum flokksgæðingum hans í klíku Björns Bjarnasonar, “ segir Grétar Mar ennfremur.
Björn Bjarnason skipaði Sigríði í embættið aðeins þremur dögum eftir að umsóknarfrestur rann út. Fjórir umsækjendur voru um stöðuna.
Sjá frétt dv.is hér
VFmynd/elg - Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frálslyndra.