Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spila dægurlög við kirkjulegar athafnir
Miðvikudagur 15. janúar 2003 kl. 12:56

Spila dægurlög við kirkjulegar athafnir

Jón Marínó Sigurðsson og Helgi Már Hannesson sem spilað hafa saman með Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í nokkurn tíma og flestir Suðurnesjamenn ættu að þekkja hafa ákveðið að fara í samstarf og leika við ýmsar kirkjulegar athafnir, s.s. brúðkaup og jarðarfarir. Báðir hafa þeir mikla reynslu af slíku enda hafa þeir áður spilað við kirkjulegar athafnir við mikla hrinfningu ásamt því að spila við ýmis önnur tækifæri svo sem á árshátíðum og á jólaböllum.Helgi sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir félagar myndu leika viðeigandi dægurlög og væru þeir nú í óða önn að setja saman lagalista sem fólk gæti valið úr en einnig gæti fólk komið með sér óskir.
Þeir sem hafa áhuga á því að láta Jón og Helga spila við slíkar athafnir eru beðnir að hafa samband við þá í síma: 866-2441, Helgi eða 897-8073, Jonni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024