Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spila bingó meðan beðið er afgreiðslu
Föstudagur 1. apríl 2005 kl. 13:32

Spila bingó meðan beðið er afgreiðslu

Viðskiptavinir Sparisjóðsins í Keflavík sitja ekki auðum höndum á meðan beðið er afgreiðslu í aðalstöðvum Sparisjóðsins við Tjarnargötu í Keflavík í dag. Nýtt númerakerfi bíður fólki nefnilega að taka þátt í nokkurs konar bingói.
Kerfið virkar þannig að fólk tekur númer með því að ýta á takka á tölvuskjá þegar komið er inn í Sparisjóðinn. Þegar númer viðkomandi er kallað upp fer viðskiptavinurinn til þess gjaldkera eða þjónustufulltrúa sem það hafði valið sér. Þar biður fólk um sérstakt bingóspjald. Kemur þá strax í ljós hvort númerið sem það hefur passi við þær tölur sem vantar á bingóspjaldið.
Til mikils er að vinna því í boði er niðurfelling á yfirdrætti að upphæð 280.000 kr. en það er sú meðalupphæð sem hver Íslendingur á aldrinum 18-85 ára er með í yfirdrátt í dag. Afgreiðslan í Keflavík er opin til kl. 17 í dag og mun bingóið standa til loka vinnudags.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024