Spennum fyrir Reykjanesvirkjun skipað upp í Reykjavíkurhöfn
Á milli jóla og nýárs var öðrum tveggja spenna skipað upp í Reykjavíkurhöfn. Spennirinn var svo fluttur landleiðina út á Reykjanes, en á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja má finna stutt myndskeið af uppskipuninni. Smellið hér til að sjá myndskeiðið.
Tvo sólahringa tók að flytja spenninn frá Reykjavíkurhöfn út á Reykjanes þar sem aðeins var hægt að aka með þá að nóttu til en einungis mátti aka á 7 km hraða vegna þyngdar hans og álags á vegakerfið. Í gufuaflsvikjunina á Reykjanesi verða notaðir tveir 112 tonna spennar og kom sá síðari til landsins þann 9. janúar s.l. og bíður flutnings í Sundahöfn. Ekki er hægt að flytja hann að svo stöddu vegna hálku.