Spennufall eftir Ljósanótt
Svo virðist sem spennufall hafi orðið hjá Suðurnesjamönnum eftir Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tíðindalaust hefur verið hjá lögreglunni í Keflavík frá því á sunnudagsmorgun, þ.e. ekkert fréttnæmt gerst.Aldrei hafa fleiri verið samankomnir í miðbæ Keflavíkur en á laugardagskvöldið þegar vel á þriðja tug þúsunda manna skemmtu sér á Ljósanótt þegar víkingaskipið Íslendingur kom til nýrrar heimahafnar.