Spennandi verkefni framundan í sameinuðu sveitarfélagi
Bæjarráð sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis færir starfsfólki sveitarfélagsins, sem hefur unnið bæði erfitt og krefjandi starf í sameiningarferlinu, innilegar þakkir fyrir vinnu þeirra.
„Án þeirra framlags værum við ekki jafn langt komin í þeim fjölda verkefna sem vinna þarf í kjölfar sameiningarinnar. Framundan eru ýmis spennandi verkefni sem bæjarráð hlakkar til að leysa í góðri samvinnu með starfsfólki sveitarfélagsins og íbúum,“ segir í fundargögnum bæjarráðs frá síðasta fundi.
Bryndís Gunnlaugsdóttir ráðgjafi sat fund bæjarráðs, þar sem lagt var fram yfirlit yfir stöðu verkefna vegna sameiningar, er komu fram í samantekt undirbúningsstjórnar til bæjarstjórnar.