Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spennandi prófkjör framundan um helgina
Föstudagur 26. febrúar 2010 kl. 08:45

Spennandi prófkjör framundan um helgina


Friðjón Einarsson segir á brattann að sækja í prófkjöri Samfylkingarinnar sem haldið er a morgun, þar sem ráðandi öfl í flokknum séu lítt hrifinn að því að hann hafi boðið sig fram gegn núverandi oddvita, Guðbrandi Einarssyni. Friðjón býður sig fram í 1.- 2. sætið.

Prófkjör fara fram um helgina hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki í Reykjanesbæ. Nokkur spenna virðist ríkja um prókjörin, sérstaklega hjá Samfylkingu þar sem nokkrir frambjóðendur berjast um efstu sætin.
Hjá Sjálfstæðisflokki eru línur skýrar um efsta sætið þar sem núverandi oddviti, Árni Sigfússon, býður sig einn fram. Böðvar Jónsson fær hins vegar samkeppni frá Gunnari Þórarinssyni um 2. sætið. Í sætunum þar fyrir verður talsverð barátttta þar sem átta frambjóðendur bjóða sig fram 3. – 5. sæti.

„Við getum sagt að þetta sé stutt og snörp kosningabarátta sem er að minni hyggju alveg ágætt. Ég varð oddviti að aflokinni uppstillingu þannig að ég tel gott að fá mælingu á stöðu mína núna. Ég er sannfærður um að út úr prófkjörinu komi sterkur og frambærilegur listi,“ sagði Guðbrandur í samtali við VF. Hann var inntur eftir því hvort hann myndi sætta sig við eitthvað minna en fyrsta sætið.
„Ég er oddviti í dag og lít þannig á að með prófkjörinu sé verið að spyrja fólk hvort það vilji hafa mig áfram sem oddvita. Verði niðurstaðan á annan veg en ég óska þá þarf ég væntanlega að endurmeta stöðu mína,“ sagði Guðbrandur.

„Þetta leggst bara ágætlega í mig. Ég finn meðbyr en hins vegar er alveg ljóst að erfitt er fyrir nýja menn að komast inn. Breytingar eru erfiðar þanng að ég finn mótbyr líka. Svo virðist sem í flokknum séu ráðandi öfl sem eru lítt hrifinn af því að maður komi nýr inn og ruggi bátnum. Ég tel að fólk vilji breytingar og þess vegna ákvað ég að bjóða mig fram í efstu sætin. Ég finn stuðning meðal almennings en svo er það spurning hvort það dugir gegn ráðandi öflum í flokknum.  Ég er elstur í hópnum, hef víðtæka reynslu og tel mig því hafa margt fram að færa,“ sagði Friðjón í samtali við VF.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þessu kjörtímabili. Ljóst er að talsverðar mannabreytingar verða á því næsta með nýju fólki sem ný býður fram krafta sína.