Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spellvirki unnin á kirkjugarðinum í Keflavík
Fimmtudagur 21. október 2004 kl. 15:49

Spellvirki unnin á kirkjugarðinum í Keflavík

Hrikaleg aðkoma blasti við þeim sem lögðu leið sína um kirkjugarðinn í Keflavík í dag.

Spjöll höfðu verið unnin um allan garð þar sem um 20 legsteinum hafði verið velt við, krossar af leiðum rifnir upp og skildir með nöfnum þeirra sem hvíla þar brotnir í mél. Þá lá ýmislegt smálegt eins og lugtir og annað skraut eins og hráviði um allan garð.

Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en lögreglan í Keflavík hefur hafið rannsókn á málinu. Ekki þarf að taka fram að tilfinningalegur skaði er allt eins mikill og eignatjónið sem hlaust af þessum skemmdarverkum.
VF-myndir/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024