Sparkaup í Skátahúsið og 10-11 til SBK!
Nátthrafnar bæjarins taka sér ýmislegt fyrir hendur. Einhverjir fóru um Reykjanesbæ í nótt og áttu þar við flaggstangir fyrirtækja.Búið var að flagga fána frá Sparkaup við Skátahúsið á horni Vatnsnesvegar og Hringbrautar. Þá var búið að flagga fána frá 10-11 við SBK í Grófinni. Meðfylgjandi myndir voru teknar við skátahúsið í morgun. Starfsmenn SBK höfðu fjarlægt fána 10-11 áður en ljósmyndari kom á vettvang.