Sparkað í bílhurðir við Hólagötu
Skemmdarvargur hefur verið á ferð um Hólagötu í Njarðvík aðfaranótt sunnudags eða snemma á sunnudagsmorgun og unnið skemmdir á a.m.k. tveimur bifreiðum. Sparkað var að alefli í hurðir á tveimur bílum á móts við Hólagötu 3. Brot kom í báðar hurðirnar og tjónið því mikið.
Hafi einhver orðið vitni að mannaferðum við bílastæðið á móts við Hólagötu 3 aðfaranótt sunnudags eða snemma á sunnudagsmorgun, er viðkomandi beðinn að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.
Bílastæðið framan við Hólagötu 3 í Njarðvík.
Áberandi skóför eru á hurðum bílanna.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson