Sparisjóðurinn lækkar vexti
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra og óverðtryggðra út- og innlána frá og með 1. febrúar. Kjörvextir verðtryggðra útlána lækka um allt að 0,55% og eru eftir breytingu 5,6%. Fastir vextir verðtryggðra langtímalána lækka einnig og eru eftir breytingu 5,95%. Vextir óverðtryggðra innlána lækka um 0,15-0,20% en vextir verðtryggðra innlána um 0,55-0,60%. Vextir á Lífeyrisreikningi sparisjóðsins lækka um 0,15% og verða eftir breytingu 6,00%.
Við ákvörðun vaxta tekur Sparisjóðurinn meðal annars mið af vaxtaþróun á markaði, verðlagsþróun og lánsfjáreftirspurn. Samhliða þessari lækkun kjörvaxta tekur Sparisjóðurinn upp breytt áhættumat á skuldabréfalánum.
Við ákvörðun vaxta tekur Sparisjóðurinn meðal annars mið af vaxtaþróun á markaði, verðlagsþróun og lánsfjáreftirspurn. Samhliða þessari lækkun kjörvaxta tekur Sparisjóðurinn upp breytt áhættumat á skuldabréfalánum.