Sparisjóðurinn í Keflavík fékk Söguspor Reykjanesbæjar 2007
Sparisjóðurinn í Keflavík hlaut í dag Söguspor Reykjanesbæjar árið 2007. Það voru þeir Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri og Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, sem afhjúpuðu Sögusporið.
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur verið bakhjarl Suðurnesjamanna í 100 ár og virkur þátttakandi í menningu, mannlífi og atvinnulífi Suðurnesja. Fyrir það var verið að þakka í dag.
Sögusporin munu verða afhjúpuð á Ljósanótt þegar ástæða þykir til að minnast stórra viðburða í sögu bæjarfélagsins. Sögusporið við Sparsjóðinn í Keflavík er það fyrsta í röðinni.
Svokallað Stjörnuspor Reykjanesbæjar verður afhjúpað næsta sunnudag á mótum Hafnargötu og Klapparstígs. Það vær Gunnar Eyjólfsson stórleikari og fyrrum skátahöfðingi.
Mynd: Frá afhjúpun Sögusporsins framan við Sparisjóðinn í Keflavík í dag. Frá vinstri: Steinþór Jónsson og Geirmundur Kristinsson. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
.