Sparisjóðurinn í Keflavík ávaxtar 75% af fjármunum Sandgerðisbæjar
Sparisjóðurinn í Keflavík mun ávaxta 75% af fjármunum Sandgerðisbæjar til næstu sex mánaða og Glitnir 25%. Bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, ásamt fjármálastjóra, hefur verið falið að ganga frá samningum við ofangreinda aðila vegna málsins. Eftir sex mánuði verður ávöxtun fjármuna bæjarfélagsins endurmetin.