Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sparisjóðurinn gefur milljón krónur í Velferðarsjóð Suðurnesja
Miðvikudagur 31. desember 2008 kl. 15:23

Sparisjóðurinn gefur milljón krónur í Velferðarsjóð Suðurnesja

 
Sparisjóðurinn í Keflavík gaf í morgun kr. 1.000.000,- í Velferðarsjóðinn á Suðurnesjum. Geirmundur Kristinsson afhenti fjárhæðina sr. Skúla S. Ólafssyni, sem tók við henni fyrir hönd sjóðsins.
 
Með þessari gjöf er höfuðstóllinn kominn á sjöundu milljón. Er það mjög þakkarvert hversu vel samfélagið hér hefur staðið saman með þessum hætti. Með framlögum sínum hafa einstaklingar, félög og fyrirtæki sýnt það í verki hvernig unnt er að taka frumkvæði með jákvæðum hætti á tímum samdráttar og þrenginga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024