Sparisjóðurinn gefur fjarfundabúnað til sjúkrahússins
Sparisjóðurinn í Keflavík afhenti formlega í dag fjarfundabúnað til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Búnaðurinn nýtist stofnuninni vel þar sem starfsmenn innan stofnunarinnar er í fjárnámi í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.Fjarfundabúnaðurinn samanstendur af fartölvu, fjarfundamyndavél og tveimur myndvörpum ásamt sýningartjaldi.
Það kom fram við afhendingu gjafarinnar að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sparsjóðurinn í Keflavík færir stofnuninni rausnarlega gjöf og ekki heldur í það síðasta, svo vitnað sé til Geirmundar Kristinssonar sparisjóðsstjóra.
Það kom fram við afhendingu gjafarinnar að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sparsjóðurinn í Keflavík færir stofnuninni rausnarlega gjöf og ekki heldur í það síðasta, svo vitnað sé til Geirmundar Kristinssonar sparisjóðsstjóra.